top of page
Search


29. des.-23. jan.
Langt að þessu sinni ákvað að taka saman mánuðinn. Lítið um vinnutengdar myndir en meira af hinu dásamlega veðri og umhverfi í Fjallabyggð. Nú var komið að því að hreinsa upp fyrir áramótin það sem þurfti. Svara póstum og símtölum, samþykkja laun og reikninga og þá gat nú nýja árið gengið í garð. Ég skellti mér svo í 10. km. gamlársdagshlaup. Tók svo við björgunarsveitarmanninnum fyrir soninn sem ákvað að fyrirtækið hans Kælikerfi myndi styrkja Björgunarsveitina Tind í Ólafsf

Bjarkey O Gunnarsdóttir
6 days ago


Ör annáll 2025
Fyrir ykkur sem viljið sjá fleiri myndir þá eru þær á fésbókinni. Árið byrjaði í rólegheitum en við hjónin fórum til Seefeld á gönguskíði enda vetur hér í Ólafsfirði með eindæmum lélegur og skíðafæri afleitt. Konan skráði sig í leiðsögunám í janúar svona til að hafa eitthvað að gera. Lét svo plata mig í að vera formaður Kvenfélagsins Æskunnar í febrúar. Þar sem konan sló í sextugt í febrúar var haldin veisla með góðum vinum og fjölskyldu. Tristan, elsta barnabarnið, var svo f

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Dec 24, 2025


Rúmlega vika 15. – 23. des.
Það snjóaði seint í gærkveldi og var þess vegna bjartara um að litast eldsnemma í morgun þegar ég fór til vinnu. Allskonar tölvupóstum svarað, heyrði svo í fyrrum deildarstjóra um nokkur mál. Alltaf gott að geta leitað til þeirra sem eiga mikla reynslu í farteskinu. Útbjó svo gjafakort handa verðlaunahöfum í hreystikeppni grunnskólans sem þau fá afhent á litlu jólunum á fimmtudaginn. Fundaði svo með fólkinu sem sér um börnin í frístund og lengdri viðveru þar sem við fórum yfi

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Dec 23, 2025


Tvær vikur eru það núna 24. nóvember - 7. desember
Vikan hófst á því að svara tölvupósti, fara yfir skipulag vikunnar, örfundur með fulltrúum barnaverndarþjónustu Akureyrar og svo fundur með Karen um dagskrána framundan í Neon. Gruflað í gögnum um heilsueflandi samfélag. Fékk beiðni um að taka þátt í starfshópi LEB um öldungaráð sem ég varð við og hlakka til samstarfsins. Þriðjudagurinn hófst á því að lesa og klára undirbúning fyrir fund í stýrihópnum um heilsueflandi Fjallabyggð. Fór svo yfir áhugaverð gögn sem ég hyggst leg

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Dec 15, 2025


Vikubók sviðsstjórans 17. - 23. nóvember
Mánudagurinn hófst á því að svara tölvupóstum, fara í gegnum allskonar reikninga og svara símtölum. Eftir hádegi fór ég svo til Akureyrar á fund með MEMM, sem er þróunarverkefni sem miðar að því að styðja við menntun og inngildingu barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í íslensku skóla- og frístundastarfi. Þar var farið yfir ýmsa gagnlega hluti sem koma að góðum notum við mótun skólaþjónustunnar. Einnig voru sveitarfélögin hvött til að setja sér innflytjendas

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Nov 24, 2025


Vikubók sviðsstjórans 10. - 16. nóvember
Mánudagurinn hófst með fjárhagsáætlunaryfirferð með bæjarstjóra og Kristínu leikskólastjóra og þar á eftir með Helgu forstöðukonu á Skálarhlíð. Við tók svo allskonar úrvinnsla í hinum ýmsu málum. Við bæjarstjóri funduðum svo með Skarphéðni, forstöðumanni íþróttamiðstöðvanna eftir hádegi og deginum lauk svo um kvöldmat eftir fínan fund með fræðslu-og frístundanefnd um fjárhagsáætlun málaflokksins. Á þriðjudaginn funduðum við Helga með MMS (Miðstöð menntunar og skólaþjónustu) v

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Nov 16, 2025


Vikubók sviðsstjórans 3. - 9. nóvember
Vikan hófst á verkefnum tengdum skólaþjónustunni og þar næst var námskeið í ábyrgri notkun gervigreindar hjá Starfsmennt. Margt gott og gagnlegt sem þar var sett fram og nýtist í vinnunni framundan. Kynning hjá Soroptomistum á Hátindi 60+ Fór svo á fund Soroptimista um kvöldið og kynnti Hátind 60+ Þriðjudagurinn byrjaði á tölvuvandræðum en þegar þau mál voru leyst fór ég í fjárhagsáætlunarvinnu. Finnst það reyndar mjög gaman að sökkva mér niður í þessar tölur og spá og spekúl

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Nov 9, 2025


Vikubók sviðsstjórans 27. okt. – 2. nóv.
Vikan einkenndist af allskonar veðurfari hér norðan heiða eins og víðast hvar um landið. Mánudagurinn hófst með fundi bæjarstjóra og skólastjóra þar sem farið var yfir málin vegna komandi fjárhagsáætlunar. Þar á eftir funduðum við Hjörtur með bæjarstjóra í sama tilgangi. Símtöl og skrifstofuvinna fram að hádegi en þá fundaði ný stjórn Grunns, félags stjórnenda á fræðslu- og frístundasviðum sveitarfélaga hvar ég var kjörin formaður. Fátt sem maður lætur ekki plata sig út í. En

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Nov 2, 2025


Vikubók sviðsstjórans 20. - 24. október
Þessi vika hófst á haustfundi Grunns, sem er félag fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, sem er annar af þeim hatti sem ég ber í mínu starfi. Fyrsta erindið bar yfirskriftina „Geðheilbrigðir stjórnendur“ og var afar áhrifamikið og hvetjandi. Næsta erindi var um það „Að vinna í auga stormsins – Hvernig er ég að takast á við óvissu og krísur?“ Þar var m.a. komið inná þá óvissu sem oft fylgir starfinu dagsdaglega og hvernig við erum að bregðast við. Margir punktar þarn

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Oct 24, 2025


Vikubók sviðsstjórans 12. - 17. október
Vikan hefur einkennst af dásamlegu haustveðri eins og sjá má á myndunum og sem vonandi léttir allra lund. Á sunnudaginn var ég með kynningu fyrir félag eldri borgara á Siglufirði í Skálarhlíð um mitt starf og svo áherslu á það sem tilheyrir sérstaklega eldra fólki. Fínn fundur og ágætlega mætt. Mánudagurinn hófst á mánaðarlegum fundi með bæjarstjóra og skólastjóra þar sem við fórum yfir hin ýmsu mál. Eftir hádegi fundaði ég svo með Karen, umsjónarmanni Neon, um starfið framun

Bjarkey O Gunnarsdóttir
Oct 17, 2025
Our Recent Posts
Tags
bottom of page





